Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að gera eftirfarandi breytingu á skipuðum fulltrúum sínum í sáttanefnd sveitarfélagsins Fjallabyggðar og Rauðku vegna átaks í afþreyingar- og umhverfismálum á Siglufirði.
Nýir fulltrúar verða Unnar Már Pétursson, viðskiptafræðingur og Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður Fjallabyggðar og koma þeir í stað Ólafs H. Marteinssonar og Ingvars Erlingssonar.