Breytingar í nefndum í Fjallabyggð
Nokkrar breytingar hafa verið samþykktar í ráðum og nefndum í Fjallabyggð.
Eftirfarandi breyting hjá F-lista var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar:
Bæjarráð.
Ríkarður Hólm Sigurðsson, verður varamaður í stað
Magnúsar Jónassonar sem er með tímabundið leyfi frá störfum.
Markaðs- og menningarnefnd.
Arndís Erla Jónsdóttir, verður aðalmaður og jafnframt formaður í stað Önnu Þórisdóttur og
Guðlaugur Magnús Ingason verður aðalmaður í stað Gunnlaugs Stefáns Guðleifssonar.
Árni Sæmundsson verður varamaður í stað Arndísar Erlu Jónsdóttur.
Undirkjörstjórn Siglufirði.
Árni Sæmundsson verður aðalmaður í stað Gunnlaugs Stefáns Guðleifssonar.
Atvinnumálanefnd.
Guðný Kristinsdóttir verður varamaður í stað Önnu Þórisdóttur.
Bæjarstjórn.
Gefa þarf út kjörbréf fyrir Ásdísi Sigurðardóttur þar sem varabæjarfulltrúi Anna Þórisdóttir hefur sagt af sér trúnaðarstörfum fyrir F-lista.
b. Eftirfarandi breyting hjá S-lista var samþykkt samhljóða:
Skipulags- og umhverfisnefnd.
Guðmundur Gauti Sveinsson, verður varamaður í stað Rögnvaldar Ingólfssonar.