Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar ræddi á síðasta fundi nefndarinnar þá hækkun vatnsyfirborðs í ósi Ólafsfjarðarár sem hefur átt sér stað undanfarin ár í vorleysingum.
Breytingar hafa orðið á stöðu yfirborðsvatns í Ólafsjarðarvatni á þann veg að hætta er á að flæði inn í fasteignir við vatnið og að fuglavarp eyðileggist.

Ólafsfjarðará rennur til Ólafsfjarðarvatns. Hún á upptök austast á Lágheiðinni og í fjalllendinu beggja vegna dalsins. Ólafsfjarðará er 5 km um löng.

Fjallabyggð hefur ákveðið að ræða við Vegagerðina um málið.