Breytingar á lóð Leikskóla Fjallabyggðar

Síðustu daga hefur verið unnið að miklum breytingum á lóð Leikskólans Leikskálum á Siglufirði. Fyrir breytingarnar þá var lóðin í miklum halla að hluta til og oft erfið yfirferðar fyrir börn og starfsmenn. Í þessum breytingum þá er verið að auka leiksvæðið á jafnsléttu, auk þess sem stór dótaskúr verður færður í norðausturhorn lóðarinnar og þar með fæst betri nýting á lóðinni. Olga Gísladóttir er leikskólastjóri skólans og staðfesti hún þessar framkvæmdir við vefinn.

Framkvæmdirnar eru hluti af 1. áfanga af endurnýjun skólalóðarinnar. Sölvi Sölvason ehf. gerði tilboð upp á 10.864.900 kr. í þetta verkefni en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 10.286.000 kr.

Leikskálar fyrir breytingar. Mynd – Héðinsfjörður.is