Breyting á strætóleið 78 á milli Siglufjarðar og Akureyrar

Frá og með mánudeginum 28. janúar verður breyting hjá Strætó á Leið 78 sem ekur milli Akureyrar og Siglufjarðar.  Breytingin felst í því að nú fer bíllinn frá Akureyri kl. 16:30 en ekki 15:30 en af því leiðir að síðari ferðir dagsins hliðrast um 20 mínútur. Ferð sem nú fer kl. 17:26 frá Siglufirði fer þá kl. 17:46 eftir breytinguna og ferð sem nú fer frá Akureyri kl. 19:22  fer þá kl. 19:42. Sjá má nýjar tímatöflur hér á vef Strætó.

 

Smári Ólafsson, samgönguverkfræðingur á skipulags- og þróunarsviði strætó bs. segir ástæðu breytingarinnar þá að margar kvartanir hafi borist um að ferðin kl. 15:30 væri klukkustund of snemma fyrir þá fjölmörgu sem nýta ferðina vegna skóla og vinnu.  

Smári segir viðtökur strætóferða á landsbyggðinni séi framar vonum. Ekki eru komnar tölur um nýtingu leiðarinnar milli Siglufjarðar og Akureyrar en nýting leiðar 57, milli Akureyrar og Reykjavíkur, er vel umfram væntingar en það eru um 2.000 farþegar á viku en langstærstur hluti þeirra er að ferðast milli Akraness og Reykjavíkur en 700 farþegar á viku ferðast norðan Akraness og um 150 farþegar stíga inn í vagninn á Akureyri í hverri viku og á Sauðárkróki eru það um 50 farþegar sem fara inn og út úr vagninum í hverri viku.

Heimild: akureyrivikublad.is