Fjallabyggð hefur gert breytingu á skipulagi Flæða í Ólafsfirði svo þar verði gert ráð fyrir fjölbreyttari húsagerðum. Fjórar einbýlishúsalóðir verða breyttar í þrjár lóðir fyrir parhús á einni hæð og sambyggðar bílageymslur.

Einnig er bætt við lóð fyrir fimm íbúða raðhús ásamt sambyggðum bílgeymslum á óbyggðu svæði sunnan raðhúsalóða við Bylgjubyggð 13-25 og 27-35. Aðeins var gert ráð fyrir einbýlishúsum á nýjum lóðum á svæðinu. Það hefur nú verið breytt.