Brettahátíð var haldin á Siglufirði

Um liðna helgi stóð Brettafélag Íslands fyrir snjóbrettahátíð á Siglufirði en um 40 þátttakendur voru skráðir til leiks í mismunandi keppnum.

Haldin var snjóbrettakeppni við Síldarminjasafnið á Siglufirði og léku keppendur listir sínar og sýndu ýmis brögð. Daníel Magnússon varð hlutskarpastur í flokki 16 ára og eldri en Dagur Eli Guðnasson vann í flokki yngri en 16 ára.

Einnig var keppt í slopestyle á skíðasvæðinu í Skarðsdal þar sem keppendur framkvæmdu ýmis brögð á pöllum og fleiri hindrunum. Andrés Helgi Björnsson vann í karlaflokki 16 ára og eldri og Viðar Örn Stefánsson í flokki yngri en 16 ára en Aðalheiður Birgisdóttir bar sigur úr býtum í kvennaflokki.

Siglfirðingur.is birti einnig frétt og myndir frá hátíðinni.