Bretar fyrstu gestir Ljóðasetursins í ár

Forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði hefur greint frá því að fyrstu gestir setursins í ár væru Bretar á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break, en þeir komu með beinu flugi frá Bretlandi til Akureyrar. Ferðaskrifstofa Akureyrar býður uppá ferðir til Siglufjarðar fyrir þessa ferðamenn í samstarfi við Super Break ferðaskrifstofuna og munu þeir gista á Sigló Hótel.  Á næstu vikum munu ellefu hópar af breskum ferðamönnum heimsækja Ljóðasetrið á Siglufirði og eflaust fleiri söfn í Fjallabyggð.