Brennur og flugeldasýningar

Það er ýmsilegt á dagskrá á gamlársdag í Fjallabyggð. Í Ólafsfjarðarkirkju er aftansöngur kl. 16:00 og kl. 17:00 í Siglufjarðarkirkju. Áramótabrenna verður kl. 20:00 og flugeldasýning í framhaldinu í Ólafsfirði og brenna kl. 20:30 og flugeldasýning kl. 21:00 á Siglufirði. Flugeldasalan lokar kl. 16:00 á Siglufirði og kl. 15:00 í Ólafsfirði.