Brennur, blysför og flugeldasýningar í Fjallabyggð

Í Fjallabyggð á sunnudaginn verða brennur, blysför og flugeldasýningar í boði fyrir íbúa í austur- og vesturbæ, nánar tiltekið á Siglufirði og Ólafsfirði. Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Siglufirði ásamt nemendum úr Grunnskóla Fjallabyggðar munu standa fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu sem hefst á blysför frá Ráðhústorginu á Siglufirði kl. 17. Þar eru allir hvattir til að mæta í grímubúningi.

Á Ólafsfirði mun Björgunarsveitin Tindur standa fyrir brennu og flugeldasýningu kl. 20. Þá er flugeldasalan opin frá 13-17 á sunnudaginn.