Breki Blöndal Egilsson hefur farið frá KF yfir í Stjörnuna en leikmaðurinn ungi kom í byrjun árs til KF eftir félagskipti frá Stjörnunni. Breki lék 12 leiki í vor og sumar með KF í Lengjubikarnum og deildinni. Hans síðasti leikur var gegn ÍR í síðustu umferð þegar hann kom inná sem varamaður.
Hann lék með 2. flokki Stjörnunnar á síðsta tímabili. Breki er fæddur árið 2005 og er að stíga fyrstu sporin með meistaraflokki.