Bréf Jökuls Bergmanns til Samherja

Jökull Bergmann, Fjallaleiðsögumaður á Dalvík birti þetta bréf á Facebook, sem hann sendi til Samherja á Dalvík.

Góðan daginn.

Ég heiti Jökull Bergmann og bý að Svarfaðarbraut 1 á Dalvík.
Tilefni þessa póstar er að fá smá uppbyggilega útrás fyrir margra ára pirring minn í garð hausaþurkunar Samherja á Dalvík en einnig að fá svör við nokkrum spurningum er brenna á mér varðandi þessa starfsemi.

Það vill svo óheppilega til að Svarfaðarbraut 1 stendur í beinni stefnu af hausaþurrkuninni í þeirri staðbundnu norðan hafgolu sem gjarnan ríkir á Dalvík og er það því nánast daglegt brauð að ýldu lyktina ber hér heim svo ekki er hægt að þurka þvott né varla vera úti við dag eftir dag á sumrin og er það vægast sagt að gera mig alveg ferlega þreyttann og pirraðann.

Spurning mín til ykkar er sú hvort að það sé satt og rétt sem aðilar ykkur tengdir tjá mér að í hausaþurrkun ykkar hér á Dalvík sé fullkominn hreinsunarbúnaður en að hann sé ekki nýttur eða tengdur almennt og því sé lyktin jafn slæm og raun ber vitni ? Ef svo er, er einhver von til þess að hann verði nýttur í framtíðinni þannig að þessa örfáu daga sem sólar og hita nýtur við hér í bænum geti maður setið í garðinum án þess að kúgast af fisk rotnunar lykt ? Og stendur eitthvað til af ykkar hálfu að laga þessi mál hér á Dalvík ?

Mér þætti afar vænt um að fá einhver svör önnur en þau sem mér hefur verið tjáð að séu hin almennu tilsvör frá Samherja þegar það kemur að þessari blessuðu starfsemi þ.e þegið og sættið ykkur við fýluna eða við flytjum starfsemina og allir missa vinnuna, sem er nú reyndareitthvað sem að ég trúi nú ekki að sé satt og rétt haft eftir.

Í von um fræðslu og jákvæð viðbrögð.

Bestu kveðjur

Jökull Bergmann