Brautskráning frá Háskólanum á Hólum

Föstudaginn 5. október síðastliðinn hlutu 10 manns diplómugráðu frá Háskólanum á Hólum frá þremur mismunandi námsleiðum. Frá Ferðamáladeild brautskráðust fjórir með diplómu í viðburðastjórnun og tveir með diplómu í ferðamálafræði. Fjórir bættust í hóp diplómuhafa í fiskeldisfræði, frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild.

Athöfnin fór fram á Hólum, og hófst með ávarpi rektors, Erlu Bjarkar Örnólfsdóttur. Að því loknu tóku deildarstjórarnir, Laufey Haraldsdóttir og Bjarni Kristjánsson við, og brautskráðu sína nemendur. Við þetta tækifæri var Sigríði Bjarnadóttur veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í diplómunámi í ferðamálafræði.

Öllum viðstöddum var síðan boðið til veglegs kaffisamsætis, í umsjón Ferðaþjónustunnar á Hólum.