Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 36. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 23. maí síðastliðinn.  Alls brautskráðust 68 nemendur þar af 32 nemendur með stúdentspróf, níu nemendur með viðbótarnám til stúdentsprófs, einn nemandi af Nýsköpunar- og tæknibraut, 11 nemendur úr húsasmíði og byggingagreinum, þrír nemendur úr rafiðna og bílgreinadeild, tveir sjúkraliðar,10 nemendur af vélstjórnarbraut og einn nemandi af viðskiptabraut.

Í máli skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur, kom m.a. fram hvernig skólinn hefur leitast við að laga námsframboð sitt að þörfum íbúa á Norðurlandi vestra og atvinnulífinu á svæðinu eins og vel sést m.a. með námi fyrir fiskvinnslufólk sem hófst s.l. haust.  Þá greindi hún frá þeim miklu breytingum sem munu eiga sér stað næsta haust með styttingu náms til stúdentsprófs í þrjú ár, en sú stytting mun einnig hafa áhrif á allt starfs- og iðnnám. Þá munu þessar breytingar hafa veruleg áhrif á störf kennara með nýju vinnumati. Á s.l. skólári voru 21% nemenda skólans 25 ára og eldri sem sýnir hve skólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna í menntun fullorðinna þrátt fyrir að þessum hópi sé nú meinað að stunda hefðbundið bóknám í framhaldsskólum.

Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari, flutti vetrarannál skólans. Þar kom m.a. fram að nemendur á haustönn voru 510 en 474 á vorönn.  Nemendur í fjarnámi voru 116 á haustönn og 142 á á vorönn. Hér er um fjölgun að ræða frá fyrri árum.

FNV_utskrift_2015-1Heimild: fnv.is