Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 39. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 25. maí að viðstöddu fjölmenni.  Á haustönn voru 496 nemendur við skólann. Þar af 133 í hreinu fjarnámi. Nemendur á vorönn voru 572 en þar af voru ríflega 100 grunnskólanemendur sem sóttu námskeið í iðnkynningu. Þá voru starfsmenn 53 á haustönn en 56 á vorönn.

Í máli skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur, kom m.a. fram að 2.577 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979.  Hún greindi frá könnun sem sýnir að skólinn kemur afar vel út þegar kemur að námsgengi fyrrum nemenda skólans í námi við Háskóla Íslands auk þess að greina frá könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins sem sýnir að skólinn skilar nemendum mjög vel undirbúnum til háskólanáms. Þennan árangur þakkaði hún m.a. góðum starfsanda hjá frábæru starfsliði skólans og dyggum stuðningi sveitarfélaga og atvinnulífs.

 Alls brautskráðust 87 nemendur af eftirtöldum námsbrautum sem hér segir og alls voru gefin út 90 prófskírteini:

  • Stúdentsprófsbrautir: 41
  • Fiskvinnslubraut: 9
  • Húsasmíðabraut: 10
  • Meistaranám iðnbrauta: 10
  • Rafiðna- og bílgreinadeild: 2
  • Sjúkraliðabraut: 11
  • Starfsbraut: 1
  • Vélvirkjun og vélstjórn: 6

 

Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningar:

  • Dagur Smári Kárason hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum í húsamíði.
  • Hafdís Lára Halldórsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum viðskipta- og hagfræðibrautar á stúdentsprófi.
  • Haukur Ingvi Marinósson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum vélvirkjabrautar.
  • Jón Grétar Guðmundsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi alhliða námsárangur á stúdentsprófi hagfræðibrautar. Hann hlaut einnig viðurkenningu frá Lionsklúbbi Sauðárkróks úr Minningarsjóði Tómasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi námsárangur á stúdentsprófi hagfræðibrautar. Að lokum hlaut hann Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur á stúdentsprófi og eftirtektarverða þátttöku á sviði félagsmála.
  • Malen Áskelsdóttir hlaut viðurkenningu frá Landlæknisembættinu fyrir framlag sitt til heilsueflandi skóla.
  • Matthildur Kemp Guðnadóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku á stúdentsprófi. Hún hlaut einnig viðurkenningu frá danska sendiráðinu fyrir framúrskarandi árangur í dönsku á stúdentsprófi. Þá hlaut hún viðurkenningu og þakkir fyrir framúrskarandi störf á vettvangi félagsmála nemenda, forystu fyrir Nemendafélag FNV og alla framgöngu á vettvangi skólastarfs.
  • Rúnar Ingi Stefánsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum náttúruvísindabrautar á stúdentsprófi. Hann hlaut einnig raungreinaverðlaun frá Háskólanum í Reykjavík fyrir franúrskarandi námsárangur í raungreinum á stúdentsprófi náttúruvísindabrautar.
  • Sigríður Vaka Víkingsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum hestabrautar á stúdentsprófi.
  • Sigurður Lárus Stefánsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi ástundun í námi.

Eftirtaldir nemendur á sjúkraliðabraut fengu Nýja testamentið að gjöf frá Gideonfélaginu:

  • Aldís Pétursdóttir
  • Elísabet Sigmundsdóttir
  • Guðrún Inga Benediktsdóttir
  • Hanna Rut Arnardóttir
  • Hrafnhildur Ósk Atladóttir
  • Ingibjörg Jónína Finnsdóttir
  • Kristjana Bylgja Kristjánsdóttir
  • Margrét Huld Björnsdóttir
  • Ólöf Birna Jónsdóttir
  • Svava Jónsdóttir
  • Þóra Kristín Hjaltadóttir

Heimild: fnv.is