Bráðabirgðaviðgerð á þaki Ljóðaseturs Íslands er nú lokið, en það losnaði að hluta til í fárviðrinu sem gekk yfir landið í lok janúar. Ljóst er að fara þarf í frekari framkvæmdir á þakinu og líklega skipta um megnið af því. Forstöðumaður setursins vill ljúka verkinu sem fyrst, helst fyrir sumarið ef peningur finnst.
Þá kemur fram á heimasíðu setursins að Hallgrímur Helgason komi um páskana til að lesa úr verkum sínum á Ljóðasetrinu. Hallgrímur er þekktastur fyrir skáldsögur sínar en hefur einnig sent frá sér ljóðabækur og mun hann m.a. lesa úr þeim. Nánari tímasetning verður auglýst á heimasíðu setursins, www.ljodasetur.123.is