Bráðabirgðarvegur við snjóflóðavarnir á Siglufirði

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði Norðurtaks fyrir gerð bráðabirgðarvegar við snjóflóðavarnir á Siglufirði, en Framkvæmdasýsla Ríkisins sá um útboð. Norðurtak átti lægsta boðið sem var 49,10% af kostnaðaráætlun.

Fimm gild tilboð bárust:

 

  • Norðurtak ehf. 13.715.000 – 49,10% af kostnaðaráætlun
  • ÍSAR ehf. 13.745.000 – 49,21%
  • Finnur ehf. 19.448.700 – 69,63%
  • G. Hjálmarsson hf. 25.400.000 – 90,94%
  • Reisum ehf. 30.885.000 – 110,58%

Kostnaðaráætlun 27.931.000 – 100,00%