Börnin verðlaunuð fyrir að ganga í skólann

Í september tóku nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í átakinu Göngum í skólann og var þátttaka góð.

Í lok september voru veitt verðlaun fyrir þátttökuna þeim bekkjum sem stóðu sig best í Fjallabyggð.

Við Tjarnarstíg í Ólafsfirði var það 6. bekkur sem hlaut Silfurskóinn og var í öðru sæti. Gullskóinn sjálfan hlaut síðan 7. bekkur með besta árangurinn.

Við Norðurgötu á Siglufirði var það 3. bekkur sem hlaut Gullskóinn.

Myndir frá Grunnskóla Fjallabyggðar.