Þann 30. september síðastliðinn hlupu nemendur 6.-10. bekkjar í Grunnskóla Fjallabyggðar Ólympíuhlaup ÍSÍ. Líkt og í fyrra var um styrktarhlaup að ræða en nemendur söfnuðu áheitum fyrir Sigurbogann, styrktarfélag Sigurbjörns Boga Halldórssonar skólabróður þeirra.

Góð stemming var í hlaupinu og langflestir nemendur hlupu 10 km hring. Kjörbúðin í Ólafsfirði styrkti framtakið með því að gefa drykki og orkubita sem nemendur fengu í hlaupinu. Stefnt er að því að afhenta upphæðina sem safnaðist til Sigurbogans á næstu dögum.

Frá þessu er greint á vef Grunnskóla Fjallabyggðar.

Mynd: Grunnskóli Fjallabyggðar