Bónorð yfir Bárðabungu

Hollenska parið Suzanne van Dijk og Rick Spanjer fóru í gær ásamt fleiri ferðamönnum, í útsýninsflug frá Akureyri yfir eldgosið í Holuhrauni. Þegar komið var yfir eldstöðvarnar voru flestir svo yfir sig heillaðir af eldgosinu að þeir gátu ekki af því litið. Suzanne hins vegar tók sig til og bað Rick að kvænast sér og játaðist hann henni samstundis og voru fyrirheitin innsigluð með kossi. Þegar aðrir farþegar áttuðu sig á bónorðinu voru allir skiljanlega ánægðir og fögnuðu parinu með viðeigandi lófataki. Ferðaþjónustufyrirtækið Saga travel á Akureyri býður upp á flug yfir eldstöðvarnar tvisvar sinnum á dag, á meðan gosið og áhuginn endist.

10653826_854369681240128_8943814993640293625_n 1977195_854369847906778_4229025560264537040_n