Bólusetningar 5-11 ára barna á Akureyri

Heilsugæslan á Akureyri mun bjóða upp á bólusetningar gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 5-11 ára á Heilsugæslustöðinni á Akureyri á föstudögum kl: 09:00-12:00. Panta þarf tíma í síma 432 4600.

Einnig verður bólusett á slökkvistöðinni 2. og 3. febrúar kl: 13:00-17:00 en þá verður önnur bólusetning í boði fyrir börn sem fengu sína fyrstu 12. og 13. janúar. Sömu daga eru börn jafnframt velkomin í sína fyrstu bólusetningu án þess að panta tíma.

Ósk um bólusetningu:

Forsjáraðilar sem deila lögheimili með barni og nota rafræn skilríki þurfa að taka afstöðu til bólusetningar barns hér: https://skraning.covid.is – sjá frekari upplýsingar neðar í texta

Athugið að eingöngu einn aðstandandi getur komið með hverju barni en systkini geta að sjálfsögðu komið á sama tíma.

Algengar spurningar:

Hvað með börn sem hafa fengið COVID-19? 
Þau eiga að bíða með bólusetningu í 3 mánuði eftir sýkingu.

Hvað með börn sem eru lasin á bólusetningardegi?

Þau ættu að bíða með bólusetningu þar til þau hafa jafnað sig af veikindunum. Ef þau reynast vera með COVID-19 er rétt að bíða með bólusetningu í a.m.k. 3 mánuði eftir smitið.

Hvað með börn sem hafa fengið bráðaofnæmi fyrir öðrum bóluefnum eða stungulyfjum?

Þau ættu ekki að fá bólusetningu gegn COVID-19 nema í samráði við sérfræðing í ofnæmislækningum.

Ef foreldri á fleiri en eitt barn á þessum aldri má koma með bæði/öll á sama tíma? 
Já.

Ef barn hefur fengið aðrar bólusetningar en covid hvað þarf að líða langur tími á milli?

2 vikur

Ef barn kemst ekki í bólusetningu á boðuðum tíma verður hægt að fá bólusetningu síðar?
Já, heilsugæslan á hverjum stað auglýsir fyrirkomulag.

Hver veit hvort barn er bólusett?
Valdir starfsmenn í heilsugæslu hafa aðgang að bólusetningakerfinu. Þeir eru allir bundnir af þagnarskyldu. Starfsfólk skóla fær ekki upplýsingar frá heilsugæslunni um hvort barn er bólusett eða ekki.