Bólusetning í Fjallabyggð á miðvikudaginn

Bólusetning í Fjallabyggð fer fram á heilsugæslunni á Siglufirði, miðvikudaginn 21. júlí og verður seinni bólusetning með Pfizer og Astra Zeneca. Bólusett verður kl:15:00 og verða boð send út á næstu dögum.

Þeir sem eru á ferðalagi geta haft samband við heilsugæsluna í Fjallabyggð og athugað með aukaskammta í seinni bólusetningu.