Bólusetning á Akureyri við árlegri inflúensu

Heilsugæslustöðin á Akureyri býður einstaklingum að skrá sig í tíma á Heilsuveru eða hringja á heilsugæslustöðina í síma 4324600, til að panta sér tíma í árlega bólusetningu. Inflúensubólusetning fer fram í Strandgötu 31 á Akureyri.

Athugið: Það þurfa að líða a.m.k. 14 dagar milli  bólusetningar gegn  COVID – 19 og inflúensubólusetningar.

Vinsamlegast mætið í fatnaði þar sem aðgengi að upphandlegg er gott – Munið eftir grímu og mætið ekki ef einhver covid einkenni eru til staðar.

Dagsetningar bólusetninga:

 

Mánudagur 1. nóv kl: 14:15-18:00 – Áhættuhópur

Þriðjudagur 2. nóv kl: 14:15-18:00 – Áhættuhópur

Miðvikudagur 3.nóv kl: 14:15-18:00 – Áhættuhópur og aðrir

Mánudagur 8. nóv kl: 13:15-15:00 – Áhættuhópur og aðrir

Þriðjudagur 9. nóv kl: 13:15-15:00 – Áhættuhópur og aðrir

Miðvikudagur 10. nóv kl: 13:15-15:00 – Áhættuhópur og aðrir

 

Áhættuhópar sem eru í forgangi við inflúensubólusetningu:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur.