Bólusetning á Akureyri á þriðjudaginn

Bólusetning á Akureyri fer fram á Slökkvistöð Akureyrar, þriðjudaginn 20. júlí, og verður seinni bólusetning þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 30. júni og fyrr. Þetta eru einungis seinni bólusetningar og hafa boð verið send út. Bólusett verður frá kl: 13:00-14:00.

Ekki eru til aukaskammtar fyrir þá sem eru hér á ferðalagi á Akureyri.