Sínawik- klúbbur Siglufjarðar hittast ár hvert og vefja bolluvendi fyrir bolludaginn.  Foreldrafélag leikskólans Leikskála á Siglufirði gefur hverju barni bolluvönd og ættu því foreldrar að búa sig undir að vakna á mánudaginn við bolluslátt.  En það er gamall íslenskur siður að börn flengi foreldra/forráðamenn með bolluvendi og fái að launum rjómabollu.

Þetta kemur fram á heimasíðu Leikskála á Siglufirði.