Bókavörður óskast í Ólafsfirði

Laust er til umsóknar 50% framtíðarstarf bókavarðar í Bókasafni Fjallabyggðar í Ólafsfirði.

Leitað er eftir skipulögðum einstaklingi með ríka þjónustulund og jákvæða framkomu til að sinna afgreiðslu og ræstingu á bókasafninu frá og með 1. febrúar 2014.  Bókavörður sinnir afgreiðslu í safninu, upplýsingaleit, frágangi á safngögnum og sinnir öðrum verkefnum sem yfirmaður felur honum.  Góð tölvukunnátta er æskileg.  Opunartími safnsins er alla virka daga frá kl. 14:00 – 17:00. Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 31. desember 2013.

Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar, Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir.  Sími: 859 9820 á skrifstofutíma. Umsóknir skal senda í tölvupósti á netfangið: sigridur@fjallabyggd.is

Heimild: www.fjallabyggd.is