Bókasafnsdagurinn 2015 í Fjallabyggð

Bókasafnsdagurinn 2015: Lestur er bestur – fyrir alla” verður haldinn á Bókasafni Fjallabyggðar þriðjudaginn 8.sept næstkomandi.
Markmið dagsins er fyrst og fremst að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu og minna á í leiðinni að það er gaman að koma á bókasafnið. Í tilefni dagsins og að  Sumarlestrinum er formlega lokið ætlum við að hafa gaman saman og brjóta upp daginn með skemmtilegheitum og jafnvel henda í eitthvað gott að maula. Hvetjum foreldra til að koma með börnunum og leyfa þeim að kynnast bókasafninu.

image001