Bókasafnið í Ólafsfirði flytur

Vinna við pökkun og flutning Bókasafnsins á Ólafsfirði er nú í fullum gangi. Bókasafnið í Ólafsfirði er að flytja á næstu dögum frá Aðalgötu 15 og að Ólafsvegi 4 (gamla stjórnsýsluhúsið). Bókasafnið opnar eftir sumarlokun þriðjudaginn 5. ágúst á gamla staðnum.
Stefnt er að því að opna nýtt og flott safn mánudaginn 18. ágúst.