Bókasafnið á Siglufirði lokar tímabundið vegna framkvæmda

Vegna framkvæmda verður Bókasafnið á Siglufirði lokað frá og með mánudeginum 2. nóvember næstkomadni. Unnið verður við að skipta út gólfefnum á hæðinni, og mun safnið opna þegar því lýkur.
Bókasafnið, Ólafsfirði er opið frá kl. 13.00-17.00. Engin gjöld vegna vanskila verða reiknuð á meðan á framkvæmdunum stendur.
Jólabækurnar eru byrjaðar að streyma inn á bókasafnið, og er boðið uppá pantanir á bókum, hægt er að sjá nýjustu titlana á heimasíðu bókasafnsins https://bokasafn.fjallabyggd.is/.