Bókasafnið á Dalvík hlaut styrk frá Velferðarráðuneytinu

Þann 5. maí var úthlutað styrkjum úr Þróunarsjóði innflytjenda sem Velferðarráðuneytið sér um.  Bókasafnið á Dalvík fékk 250.000 þús.kr. til að efla móðurmálsskilning erlendra grunnskólabarna. Markmiðið er meðal annars styðja við sjálfsmynd innflytjenda með móðurmálskennslu og kynningu á pólskri menningu meðal grunnskólabarna.