Bókasafn Fjallabyggðar vill leggja niður árgjald

Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar hefur lagt til að árgjald verð fellt niður fyrir einstaklinga með lögheimil í Fjallabyggð en á móti yrði hækkun á gjaldskrá vegna skiladagsekta. Svona er einnig staðið að þessu á Bókasafni Dalvíkur eins og greint hefur verið frá hér á Héðinsfjörður.is nýlega.