Bókasafnið á Dalvík mun standa fyrir sölu á þeim bókum sem þurft hefur að grisja á árinu. Flestar bækurnar koma frá Náttúrusetrinu á Húsabakka sem lagt var niður í haust en bækurnar þar var sameinaður bókum Bókasafns Dalvíkurbyggðar. Bókaunnendur munu eflaust geta gert góð kaup því hér ræðir um margar verðmætar og fágætar bókmenntir. Einstakt tækifæri sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Bókamarkaðurinn verður staðsettur fyrir framan bókasafnið eða Menningarhúsið Berg og opið verður föstudaginn 11. ágúst kl. 12.00-17.00 og laugardaginn 12. ágúst kl. 13.00-18.00.