Bókamarkaður á Bókasafninu á Siglufirði

Laugardaginn 26. mars næstkomadni verður bókamarkaður á Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði. Opið verður milli kl. 14:00 – 17:00. Hægt verður að fylla haldapoka fyrir 2.000 kr.
Einnig verður hægt að kaupa stakar bækur á 100 og 200 kr og tímarit á  20 kr og velkomið að prútta.
Þá munu liggja frammi gamlar ljósmyndir í eigu héraðsskjalasafns og er óskað eftir aðstoð gesta við að þekkja þá sem eru á myndunum.

Afgreiðslutími Bókasafns Fjallabyggðar verður eftirfarandi yfir páskana:

  •  miðvikudagur 23. mars: opið 13:30 – 17:00
  •  fimmtudagur 24. mars (skírdagur): LOKAÐ
  •  föstudagur 25. mars (föstudagurinn langi): LOKAÐ
  •  laugardagur 26. mars: opið 14.00-17.00 á Siglufirði – Bókamarkaður
  •  sunnudagur 27. mars (páskadagur): LOKAÐ
  •  mánudagur 28. mars (annar í páskum): LOKAÐ
  •  þriðjudagur 29. mars: opið 13:00 – 17:00