Bókamarkaður á Akureyri

Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda er kominn til Akureyrar og verður opnaður klukkan 11 í fyrramálið, miðvikudaginn 28. mars, í Baldursnesi 2 (áður Tækjasport) fyrir norðan Toyota-húsið. Opið verður alla daga til og með 10. apríl, nema föstudaginn langa og páskadag, frá kl. 11 til 18.

Kristján Karl Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðarins, segir að markaðurinn hafi líklega aldrei verið stærri á Akureyri og að úrvalið sé ákaflega mikið og verðið hagstætt. Frá Akureyri fer markaðurinn síðan til Egilsstaða og verður opnaður þar 18. apríl.