Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar lokar í 4 vikur í sumar

Menningarnefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar verði ekki lokað nema að hámarki fjórar vikur í sumar og framvegis verði bókasafnið ekki lokað yfir sumartímann. Jafnframt hvetur nefndin forstöðumann Bókasafnsins til að auglýsa fyrirhugaða stöðu á héraðsskjalasafninu eins og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2012.