Böggvisbrauð opnar í Bergi menningarhúsi

Sunnudaginn 30. maí verður haldin formleg opnunarhátíð í Bergi menningarhúsi þegar Böggvisbrauð opnar sitt frábæra súrdeigsbakarí með frönsku ívafi.
Fólk getur búist við gleði og glaum, tónlist og frönsku sætabrauði, súrdeigi í allskonar birtingamyndum og “léttum veigum” fyrir þá sem koma fyrstir.
Böggvisbrauð sérhæfir sig í bakstri súrdeigsbrauða sem innihalda nýmalað hveiti sem er lífrænt ræktað frá Frakklandi, sjávarsalt og vatn. Engar dýraafurðir.

Böggvisbrauð verður opið í allt sumar í Menningarhúsinu Bergi.