Það er flott helgi framundan í Fjallabyggð. Blúshátíðin verður haldin í Ólafsfirði í 14. skiptið og flott dagskrá að vanda. Útimarkaður verður á laugardaginn við Menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði og þar spreyta sig ungir blúsarar frá Eyjafjarðarsvæðinu. Tónleikar verða á föstudags- og laugardagskvöld.
Ennþá er pláss fyrir frekari skráningar hljómsveita á útimarkaðnum þar sem ýmis handverk verða í boði. Sjá nánar frétt um hátíðina frá N4 sem tóku viðtal við Formann Jassklúbbsins. Alla dagskránna má svo sjá hér.