Blúshátíðin byrjar í Fjallabyggð

Blúshátíðin Blue North Music Festival í Ólafsfirði verður haldin í 17. sinn í ár dagana 22.-25. júní. Fréttamaður síðunnar hafði samband við Gísla Rúnar Gylfason formann Jassklúbbs Ólafsfjarðar og spurði hann nánar út í hátíðina.
Hátíðin í ár er með breyttu sniði. Við höfum ákveðið að lengja hátíðina. Nú eru fleiri viðburðir með minna sniði en áður, haldnir um allan Ólafsfjörð frá miðvikudegi til laugardags. Lokakvöld hátíðarinnar verður þó á sínum stað í Menningarhúsinu Tjarnarborg á laugardagskvöldinu ásamt útimarkaðnum sem er ómissandi þáttur hátíðarinnar.”- Sagði Gísli Rúnar í samtali við fréttamann Héðinsfjarðar.
Frítt er inn á alla staka viðburði hátíðarinnar, en aðeins kostar 2500 kr. inn á lokakvöld hátíðarinnar í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Viðburðir fara fram í Ólafsfjarðarkirkju, Brimnes Hótel, Kaffi Klöru, Höllinni og sundlauginni í Ólafsfirði. Nánari dagskrá má finna hér á viðburðasíðunni.

Blúsnámskeið

Hannes sem er frá Austurríki ætlar að vera með námskeið í vikunni 21. -25. júní á vegum Blue North Music Festival. Námskeiðið er fyrir unglinga á aldrinum 14–18 ára og er frítt. Þeir sem áhuga hafa á að fara á námskeiðið geta sent póst á magnus@fjallabyggd.is og fengið nánari upplýsingar og einnig er búið að ræða við umsjónarmann vinnuskólans að hægt verði að fá frí til að komast á námskeiðið seinni hluta dags.
Tjarnarborg