Þann 4. júlí s.l. voru liðin 25 ár síðan Blönduós fékk bæjarréttindi en samkvæmt þáverandi
sveitarstjórnarlögum gátu kauptún fengið bæjarréttindi ef þau höfðu haft 1000 íbúa eða
fleiri í 3 ár í röð. Þann 4. júlí 1988 var haldinn síðasti fundur hreppsnefndar og fyrsti
fundur bæjarstjórnar í Félagsheimilinu. Meðal tímamóta á þeim degi var vígð göngubrú
út í Hrútey og efnt var til mikillar grillveislu undir berum himni í Fagrahvammi.
Blönduósbær og Engihlíðarhreppur sameinuðust svo árið 2002 undir nafninu
Blönduósbær. Íbúar Blönduósbæjar voru 1075 þann 1. desember 1988 enn voru 873
þann 1. desmber 2012.
Saga bæjarins nær aftur til ársins 1875 þegar Blönduós var veitt verslunarleyfi og hófst
byggð þar í kjölfar þess. Enn stendur talsvert af húsum í bænum frá árunum 1877-1920
og mynda skemmtilega bæjarmynd í eldri hluta byggðarinnar sem byggð var útúr jörð
Hjaltabakka.