Bleik messa í Ólafsfjarðarkirkju

Sunnudagurinn 18. nóvember verður Bleik messa í Ólafsfjarðarkirkju kl. 20:00. Tónlist og hugleiðingar verða á dagskránni. Fyrr um daginn verður barnastarf og koma nemendur Tónlistarskólans á Tröllskaga í heimsókn.

Dagskrá:

Barnastarf kl. 11:00
Nemendur úr tónskólanum koma í heimsókn

Helgistund á Hornbrekku kl. 14:30

Bleik messa kl. 20:00
Eva Karlotta, Ragna Dís og Gulli Helga sjá um tónlistina
Hugleiðingar flytja Regína Ólafsdóttir, sálfræðingur Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og Anna Hulda Júlíusdóttir, verslunareigandi Í hjarta bæjarins á Siglufirði.