Blakveisla í íþróttahúsinu á Siglufirði

Fyrstu heimaleikir Blakfélags Fjallabyggðar í Benecta-deild karla og kvenna fara fram sunnudaginn 11. nóvember þegar Vestri mætir í heimsókn. Karlaleikurinn hefst kl. 13:00 og áætlað er að kvennaleikurinn hefjist kl. 15:00, eða þegar karlaleiknum lýkur.

Karlalið BF er með 3 stig eftir sigur í fyrsta leik, en kvennaliðið er að leika sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu og er án stiga. Karlalið Vestra er með 3 stig eftir sigur í fyrsta leik en kvennalið Vestra er að leika sinn fyrsta leik á mótinu.