Siglómótinu í blaki er lokið en þrátt fyrir nafnið þá er leikið líka í Ólafsfirði þar sem mótið er orðið stórmót!

BF liðið náði góðum árangri í karla og kvenna en BF strákarnir í 1. deild karla sigruðu sína deild, enduðu með 7 stig og unnu á stigaskori þar sem Rimar voru einnig með 7 stig en lakara hlutfall. BF vann 7 hrinur og töpuðu þremur.

BF í 1. deild kvenna enduðu í 5. sæti með 5 stig, unnu 5 hrinur og töpuðu 7. Konurnar í BF-2 léku í 3. deild kvenna og þær voru nánast óstöðvandi og enduðu með 9 stig, unnu 9 hrinur og töpuðu aðeins einni.

Lokahófið er svo á Rauðku í kvöld, þar er matur og ball að hætti hússins og hinir frábæru Ástarpungar halda uppi stuðinu.