Um næstu helgi fer fram Íslandsmótið í blaki hjá yngri flokkum og verður mótið haldið í KA- heimilinu á Akureyri. Um er að ræða seinni  hluta mótsins og að þessu sinni er keppt í 2. og 4. flokki. Keppendur koma víðsvegar að af landinu og má því búast við miklu fjöri í KA-heimilinu um helgina.