Blakið fer aftur af stað í Fjallabyggð

Blakdeildirnar eru aftur að fara af stað og mun kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar leika næsta leik sunnudaginn 24. janúar kl. 12:00 við HK-B. Laugardaginn 30. janúar leikur liðið svo gegn Álftanesi-B á Siglufirði. Liðið á svo þrjá útileiki í deildinni í febrúar. BF hafði byrjað Íslandsmótið ágætlega sl. haust og náði að spila 4 leiki áður en mótið var stoppað vegna covid. Kvennaliðið BF-Súlur leika svo í 3. deild kvenna en enn er verið að skipuleggja mótið.

Karlalið BF leikur í ár í 2. deildinni en verið er að skipuleggja mótið ennþá og liggur ekki ljóst fyrir hvenær næsti leikur verður.  Önnur deildin verður 12 liða deild í ár og verður því mikið um ferðalög.