Blakfélagi Fjallabyggðar barst liðsstyrkur frá KA

Karlaliði BF barst liðstyrkur núna áður en félagskiptaglugginn lokaði en Ragnar Óli Ragnarsson er kominn aftur frá liði KA á Akureyri. Félagskiptin hafa verið staðfest á skrifstofu BLÍ og dagsett 17. janúar og er hann því orðinn leikfær með liðinu. Ragnar lék áður með BF áður en hann færði sig til KA og er mikill fengur að fá hann til baka. Hann hefur spilað stöðu Dio hjá KA. Hann er fæddur árið 2003 og á framtíðina fyrir sér í blakíþróttinni. Mikið álag verður á karlaliði BF í 1. deildinni í mars mánuði en liðið á 7 leiki í þeim mánuði.

Þá hafa fjórar konur úr BF Súlum skipti yfir í BF. Þetta eru þær: Ása Guðrún Sverrisdóttir, Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, Sigurlaug Guðjónsdóttir og Marta Kulesza. Félagsskiptin þeirra gengu í gegn núna 21. febrúar.