Blakfélag Fjallabyggðar tapaði naumlega í Hveragerði

Blakfélag Fjallabyggðar mætti í dag Hamar frá Hveragerði. BF mætti með níu manna lið auk þjálfara og aðstoðarþjálfara. BF vann fyrstu hrinuna 18-25 og byrjuðu leikinn vel. Í annari hrinu var jafnræði með liðum og unnu heimamenn 25-23. BF vann þriðju hrinuna örugglega 15-25 og leiddu 1-2 og gátu með sigri í næstu hrinu unnið leikinn. Fjórða hrinan var jöfn og endaði svo að heimamenn voru sterkari og unnu 25-22, og staðan orðin 2-2. Í fimmtu hrinu voru heimamenn með færri mistök og kláruðu leikinn 15-12 og unnu samanlegt 3-2.