Blakfélag Fjallabyggðar tapaði gegn Vestra

Blakfélag Fjallabyggðar lék við Vestra í 1. deild karla í blaki í dag á Siglufirði. Leikurinn fór í fimm hrinur og var jafn og spennandi á köflum. Heimamenn í BF létu finna fyrir sér í fyrstu hrinu og voru aðeins 16 mínútur að klára hana, 25-13, eftir að hafa komist í 6-0. Í annari hrinu voru gestirnir mættir til leiks en BF komst í 22-14 en erfiðlega gekk að klára hrinuna, BF vann þó á endanum 25-23,  og staðan 2-0. Vestramenn komu sterkir í þriðju hrinu og unnu hana 21-25 og minnkuðu muninn í 2-1. Í fjórðu hrinu voru Vestramenn mun sterkari og unnu 16-25 og staðan orðin 2-2. Í lokahrinunni voru Vestramenn sterkari og leiddu alla hrinuna og unnu 15-13, og leikinn 2-3.