Blakfélag Fjallabyggðar skellti Vestra

Blakfélag Fjallabyggðar gerði góða ferð á Ísafjörð í dag og mætti Vestra í 1. deild karla í blaki. Leikurinn fór fram í Íþróttahúsinu Torfunesi á Ísafirði kl. 13:00 í dag. Vestramenn höfðu ekki spilað leik á mótinu en BF hafði spilað þrjá leiki. BF mætti aðeins með sex leikmenn og engan til skiptana ef upp kæmu meiðsli. BF vann fyrstu hrinuna 22-25 eftir nokkuð jafnræði og tók hrinan 26 mínútur. BF vann svo næstu hrinu nokkuð örugglega, 18-25 og stóð hrinan í 22 mínútur.  Í þriðju hrinu var BF mun sterkara og sigurinn aldrei í hættu, lokatölur hrinunnar 10-25. BF vann því 0-3 á þessum útivelli á aðeins 67 mínútum og er nú með 6 stig í deildinni, í 2. sæti. Þess má geta að þrír kvendómarar sáu um dómgæsluna í þessum leik.
BF hefur nú leikið 4 leiki, unnið 2 og tapað 2, unnið 9 hrinur og tapað 8