Mynd: BF.

Blakfélag Fjallabyggðar og Fylkir áttust við í Íþróttahúsinu á Siglufirði í dag í 1. deild karla í blaki.  Fylkismenn höfðu unnið Völsunga á Húsavík á laugardag nokkuð örugglega 0-3 og komu því sjóðheitir til leiks.

Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og áttu heimamenn ekki svör við sóknum Fylkis í upphafi fyrstu hrinu. Fylkir komst í 0-4 og tók þá BF strax leikhlé. Fylkismenn héldu áfram að skora stigin og komust í 1-8, en þó tóku BF menn við sér og skoruðu 3 stig í röð og breyttu stöðunni í 4-8 og 5-10. Aftur skoraði BF þrjú stig í röð og var staðan orðin 8-10 og fljótlega 12-12, en þá tóku gestirnir leikhlé. Í stöðunni 16-18 tók BF sitt seinna leikhlé og komust fljótlega yfir í fyrsta sinn í hrinunni í stöðunni 20-19 eftir að hafa skorað þrjú stig í röð. Spennandi loka mínútur hrinunnar og jafnt á tölum 21-21 og 23-23 en BF hafði að lokum sigur 25-23 og máttu Fylkismenn naga á sér handabökin eftir að hafa leitt nánast alla hrinuna. Staðan 1-0 !

Meira jafnræði var með liðunum í 2. hrinu en BF byrjaði þó mun betur en í fyrstu hrinunni og náði forystu 7-3 eftir að hafa gert fjögur stig í röð. Fylkir svaraði með sex stigum í röð og komust yfir 7-9 og tóku nú heimamenn leikhlé. BF komst aftur yfir og var staðan 12-10 og tók Fylkir þá leikhlé en BF komst í 14-12 en Fylkir jafnaði fljótt metin í 14-14 og 18-18. BF skoraði nú 4 stig í röð og nálguðust sigur í hrinunni, staðan orðin 22-18. Fylkir skoraði aðeins eitt stig til viðbótar og átti BF síðustu 3 stigin og lokað hrinunni 25-19, staðan orðin 2-0 !

Fylkismenn byrjuðu þriðju hrinuna vel og tóku forystu í 3-7 eftir að hafa skorað 4 stig í röð og tóku nú heimamenn leikhlé. Fylkir voru áfram sterkari og leiddu 5-9 og 8-12. BF fór nú að taka völdin á vellinum og jöfnuðu í 12-12 og komust yfir í fyrsta sinn 14-13 og 15-13 en þá tóku Fylkismenn leikhlé. BF hélt áfram að auka forystuna og komust í 18-14 og 20-16 og 23-17 eftir þrjú stig í röð. BF vann svo hrinuna nokkuð örugglega 25-19. Glæsilegur 3-0 sigur á Fylki og hafa nú BF leikið 6 leiki og eru komnir með 11 stig.