Blakfélag Fjallabyggðar sigraði KA á Akureyri

Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar keppti við KA-B í gær á Akureyri í 1. deild kvenna í blaki.

KA byrjaði fyrstu hrinuna vel og var með erfiðar uppgjafir sem BF réð ekki vel við og var móttakan ekki góð og sóknin ekki nægjanlega beitt fyrstu mínúturnar, en það átti allt eftir að lagast. KA komst í 5-0 og virkuðu mjög ákveðnar og beittar í sínum sóknarargerðum í upphafi leiks.  KA komst í 9-2 og 10-4, en þá fór að ganga betur hjá BF sem byrjaði að saxa á forskot KA. BF stelpurnar skoruðu fjögur stig í röð og var staðan skyndilega orðin 10-8 eftir erfiða byrjun. BF minnkaði aftur munin í 11-10 og tók þá þjálfari KA leikhlé enda gekk fátt upp hjá þeim á þessum kafla. KA svaraði vel og komst í 14-10 en BF skoraði þá sex stig í röð og staðan orðin 14-16. Mikil spenna var í hrinunni eftir þetta og jafnt á tölum til loka, jafnt var í stöðunni 16-16, 19-19 og 22-22. BF komst í 22-23 og tók þá þjálfari KA aftur leikhlé. KA jafnaði leikinn í 23-23, en BF voru sterkari í lokin og kláruðu hrinuna 23-25 og voru komnar í 0-1.

BF byrjaði betur í annari hrinu en þeirri fyrstu og komust í 3-6 og 5-10 og tók þá KA leikhlé. BF lék áfram vel og jók forskotið í 8-17 og lögðu grunninn að sigri í hrinunni. KA komst ekki nær þeim og BF spilaði vel í hrinunni og komst í 12-23 og unnu örugglega 16-25 og voru komnar í vænlega stöðu, 0-2.

Þriðja hrina var líka jöfn og spennandi og skiptust liðin á að leiða með nokkra stiga forskoti. KA komst í 6-4 en BF skoraði þá sex stig í röð og var staðan orðin 6-10. KA skoraði þá fimm í röð og komust yfir 11-10, miklar sviptingar í leiknum hérna. KA komst í 15-11 og tóku þá BF stelpur leikhlé. KA leiddi áfram 18-14 og 20-16. BF kom til baka og jafnaði 20-20 og 22-22. KA stelpur voru aðeins sterkari í lokin og unnu hrinuna 25-23 og var staðan því 1-2.

Í fjórðu hrinu var algjör einstefna og BF liðið miklu betra og náðu þær góðu forskoti. BF komst í  0-7 og aftur tók KA hlé til að stöðva áhlaupið. BF komst í 3-13 og 6-18 og glitti í sigurinn. BF komst í 7-22 og kláruðu hrinuna 11-25 með frábæru spili, og unnu leikinn 1-3.

Frábær sigur hjá BF stelpunum í þessum leik.